Sjóvá: Ársuppgjör 2023 verður birt 8. febrúar - kynningarfundur sama dag kl. 16:15
February 02 2024 - 9:55AM
UK Regulatory
Sjóvá: Ársuppgjör 2023 verður birt 8. febrúar - kynningarfundur
sama dag kl. 16:15
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. birtir ársuppgjör fyrir árið 2023
og fjórða ársfjórðung 2023 eftir lokun markaða fimmtudaginn 8.
febrúar nk.
Kynningarfundur í fundarsal félagsins í Kringlunni 5 og
í vefstreymi
Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal
félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 8. febrúar nk. kl. 16:15. Þar
munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir
framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson
forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið. Kynningunni verður
jafnframt streymt á
slóðinni https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/afkomukynning-4f-2023/ .
Vilji aðilar bera upp spurningar má senda þær á
netfangið fjarfestar@sjova.is fyrir fundinn eða á meðan á
útsendingu stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.
Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef
Sjóvár www.sjova.is/fjarfestar frá þeim tíma er kynningin
hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi
loknum.
Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson, í síma
869-8109 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is
Sjova-almennar Trygginga... (LSE:0QS8)
Historical Stock Chart
From Dec 2024 to Jan 2025
Sjova-almennar Trygginga... (LSE:0QS8)
Historical Stock Chart
From Jan 2024 to Jan 2025