Tilnefningarnefnd Sjóvár auglýsir eftir framboðum til stjórnar

Til­nefn­ing­ar­nefnd Sjóvár-Almennra trygginga hf. aug­lýs­ir eft­ir fram­boð­um og til­nefn­ing­um til stjórn­ar Sjóvár fyrir að­al­fund­ fé­lags­ins sem hald­inn verð­ur föstu­dag­inn 10. mars 2023.

Frest­ur til að skila inn fram­boð­um og til­nefn­ing­um sem hljóta eiga um­fjöll­un til­nefn­ing­ar­nefnd­ar er til loka föstudagsins 27. janúar 2023. Til­kynn­ing um fram­boð skal vera á sér­stöku eyðu­blaði sem hægt er að nálg­ast á vef­svæði fé­lags­ins á slóð­inni https://www.sjova.is/json/Eydublod/EYB-0208/frambod-stjornarsetu.pdf og skal skila á net­fang­ið til­nefn­ing­ar­nefnd@sjova.is.

Til­laga nefnd­ar­inn­ar að til­nefn­ingu fram­bjóð­enda til stjórn­ar­setu verð­ur kynnt sam­hliða að­al­fund­ar­boði sem birt verð­ur skemmst þrem­ur vik­um fyr­ir að­al­fund.

Al­menn­ur fram­boðs­frest­ur til stjórn­ar er fimm sól­ar­hring­um fyr­ir að­al­fund. Starf­semi til­nefn­ing­ar­nefnd­ar tak­mark­ar ekki heim­ild fram­bjóð­enda til að skila inn fram­boð­um til stjórn­ar fram að því tíma­marki, en nefnd­in ábyrg­ist ekki að lagt verði mat á fram­boð sem ber­ast þeim eft­ir 27. janúar 2023. Nefnd­in áskil­ur sér þó rétt til að end­ur­skoða til­lögu þá sem birt verð­ur sam­hliða að­al­fund­ar­boði og verð­ur end­ur­skoð­uð til­laga þá birt a.m.k. tveim­ur dög­um fyr­ir að­al­fund.

Sjova-almennar Trygginga... (LSE:0QS8)
Historical Stock Chart
From Nov 2024 to Dec 2024 Click Here for more Sjova-almennar Trygginga... Charts.
Sjova-almennar Trygginga... (LSE:0QS8)
Historical Stock Chart
From Dec 2023 to Dec 2024 Click Here for more Sjova-almennar Trygginga... Charts.